Hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja jókst

Hreinar rekstrartekjur voru 859,1 milljón.  Heildargjöld að meðtöldum afskriftum og virðisrýrnun eigna voru 445,1 milljónir. 

Bókfært eigið fé Sparisjóðsins í árslok 2007 er 1848,7 milljónir og hækkaði á árinu um 60,1%, aðallega vegna hagnaðar 342,8 milljónir og stofnfjáraukningar 350,5 milljónir.

Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 11,1% en má lægst vera 8% af útreiknuðum áhættugrunni.  

Innlán og verðbréfaútgáfa Sparisjóðsins námu í árslok 8775,6 milljónum og hækkaði um 14,2% á árinu.

Heildarútlán námu í árslok 7765 milljónum og hækkuðu um 15,1% á árinu.

Langstærstu útlánaflokkarnir voru, eins og áður til einstaklinga og íbúðalán eða tæplega 77,0%.  Hlutur atvinnustarfsemi er um 21,2% og til opinberra aðila 2,1%.  Á árinu varð aðallega sú breyting að hlutfallslega hækka lán til einstaklinga og smærri atvinnustarfsemi mest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka