Hreinar rekstrartekjur voru 859,1 milljón. Heildargjöld að meðtöldum afskriftum og virðisrýrnun eigna voru 445,1 milljónir.
Bókfært eigið fé Sparisjóðsins í árslok 2007 er 1848,7 milljónir og hækkaði á árinu um 60,1%, aðallega vegna hagnaðar 342,8 milljónir og stofnfjáraukningar 350,5 milljónir.
Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 11,1% en má lægst vera 8% af útreiknuðum áhættugrunni.
Innlán og verðbréfaútgáfa Sparisjóðsins námu í árslok 8775,6 milljónum og hækkaði um 14,2% á árinu.
Heildarútlán námu í árslok 7765 milljónum og hækkuðu um 15,1% á árinu.
Langstærstu útlánaflokkarnir voru, eins og áður til einstaklinga og íbúðalán eða tæplega 77,0%. Hlutur atvinnustarfsemi er um 21,2% og til opinberra aðila 2,1%. Á árinu varð aðallega sú breyting að hlutfallslega hækka lán til einstaklinga og smærri atvinnustarfsemi mest.