Segir vogunarsjóði bera út sögur um Ísland

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Sverrir

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, segir í viðtali við norska blaðið Aftenposten, að nokkrir vogunarsjóðir séu afar uppteknir af því að hringja í blaðamenn og fá þá til að skrifa neikvæðar greinar um Ísland. Hann nefnir til sögunnar sjóðina Trafalgar og AKO Capital.

Sigurður segir, að þetta geri sjóðirnir til að reyna að tryggja að þeir hagnist á svonefndri skortsölu á íslenskum hlutabréfum en það gera þeir með því að fá bréfin lánuð gegn greiðslu, selji þau síðan og voni að gengið lækki. Þegar gengið er í botni eru bréfin keypt á ný og þá hafa sjóðirnir hagnast um sem nemur muninum á sölu- og kaupverðinu. Loks er bréfunum skilað til eigandans.

Sigurður nefnir einnig bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns í þessu sambandi og segir Kaupþing íhuga málarekstur gegn bandaríska bankanum þótt ekki sé ljóst hvar það mál verði rekið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka