Spáir vaxtahækkun á morgun

Greiningardeild Landsbankans spáir því, að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína úr 15% í 15,5% á morgun. Ekki sé heldur hægt að útiloka stærra skref. Landsbankinn segist reikna með að stýrivextir Seðlabankans byrji að lækka í haust og verði komnir í 9% í lok ársins 2009.

Landsbankinn segir, að hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og hrávöru, lækkandi gengi krónunnar, kaupmáttartrygging launasamninga og vöxtur opinberra fjárfestinga leggist nú á eitt um að kynda undir verðbólguvæntingar.

Líklegast sé að Seðlabankinn hækki vexti á morgun til að fylgja eftir vaxtahækkuninni sem tilkynnt var um í lok mars og reyna að ná niður væntingum um verðbólgu til langs tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK