Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, segir að bandarískt efnahagslíf hafi snöggkólnað en hann er sannfærður um að endurgreiðsluávísanir frá skattinum sem sendar verða út í byrjun maí muni hafa umtalsverð áhrif til batnaðar, samkvæmt frétt BBC.
Jafnframt muni skipta miklu máli að húsnæðislánafyrirtækin Fannie Mae og Freddie Mac, sem eru að hluta í ríkiseigu, eru að safna fé sem muni auka svigrúm þeirra til frekari útlána.