Greiningardeild Landsbankans spáir því, að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í 15,75% nú á öðrum ársfjórðungi og fyrsta vaxtalækkunin komi á fjórða ársfjórðungi og þróist eftir það í mestu í takt við nýlega stýrivaxtaspá bankans.
Landsbankinn segir, að hækkun stýrivaxta í 15,5% í morgun sé ætlað að fylgja eftir methækkun vaxta fyrir rúmum tveimur vikum og slá hressilega á verðbólguvæntingar til langs tíma. Ný þjóðhagsspá Seðlabankans sýni töluverðan samdrátt í landsframleiðslu á næstu tveimur árum.