30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði til ársloka 2010

mbl.is

Fasteignaverð hefur lækkað um 1,3% á síðustu tveimur mánuðum. Seðlabankinn spáir allt að 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði fram til ársloka 2010. Bankinn hækkaði stýrivexti sína í gær um 0,5%.

 Fram kom í ræðu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar, að verðbólga hefði aukist umfram spár frá því í nóvember og verðbólguhorfur versnað. Spá bankans er sú að verðbólga nái hámarki í 11% á þessu ári en verðbólgumarkmiðum verði náð 2010. Sama ár verði atvinnuleysi 4%.

„Spá Seðlabankans jafngildir um 17% lækkun nafnverðs. Við höfum í talsverðan tíma gert ráð fyrir lækkunum en ekkert í líkingu við þetta. Mér þykir ekki líklegt að þessi spá gangi eftir,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Ekki séu fordæmi fyrir svo mikilli raunlækkun síðan 1983 þegar óðaverðbólga geisaði og kaupmáttur launa lækkaði um tugi prósenta á einu ári, á sama tíma og verðtryggð lán hækkuðu.

„Við gerum ekki ráð fyrir að slíkt ástand skapist núna en höfum þó spáð að fasteignaverð geti lækkað um 5% að nafnvirði á næstu 12 mánuðum eða um allt að 15% að raunvirði.“

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% frá því í febrúar skv. vef Fasteignamats ríkisins (FMR). Í febrúar var lækkunin 0,9% frá fyrri mánuði. „Það þarf engum að koma á óvart, miðað við umræðuna á umliðnum mánuðum, að það hafi slegið verulega á hækkunina undanfarin ár og eitthvert lækkunarferli hafist. Það er í takt við spár greiningaraðila,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri FMR. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK