Ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi

Í Pen­inga­mál­um Seðlabank­ans, sem komu út í gær, skrif­ar hag­fræðing­ur bank­ans grein þar sem hann leit­ast við að end­ur­meta er­lenda skulda­stöðu þjóðar­inn­ar með því að reikna beina fjár­fest­ingu á markaðsvirði frek­ar en bók­færðu virði eins og gert er í op­in­ber­um töl­um Seðlabank­ans.

Grein­ing Glitn­is seg­ir í dag að með þessu sé dreg­in upp mun hag­felld­ari mynd af stöðu þjóðarbús­ins en áður og Ísland sé ekki leng­ur skuldug­asta land í heimi. T.d. fari hrein er­lend staða í lok 3. árs­fjórðungs 2007 frá því að vera nei­kvæð um 109% af vergri lands­fram­leiðslu niður í að vera nei­kvæð sem nem­ur 27% af lands­fram­leiðslu. 

„Þessi mun­ur er geysi­lega mik­il­væg­ur, því miðað við leiðrétt­ing­una erum við ekki leng­ur skuldug­asta þjóð í heimi held­ur í áþekkri stöðu og lönd á borð við Írland, S-Kór­eu og Bret­land hvað varðar ytri stöðu þjóðarbús­ins. Seðlabank­inn hef­ur til skoðunar að fara að birta sam­hliða töl­ur um er­lenda stöðu bæði miðað við bók­fært verð og markaðsverð er­lendra eigna. Þetta hljóta að telj­ast já­kvæð tíðindi enda hafa áhyggj­ur af ís­lenska hag­kerf­inu und­an­farið að veru­legu leyti beinst að af­leiðing­um mik­ils viðskipta­halla og því hversu hratt er­lend staða þjóðarbús­ins hafi versnað hin síðustu ár," seg­ir Grein­ing Glitn­is í Morgun­korni sínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK