Fjallað er um íslensku lífeyrissjóðina og stöðu þeirra vegna erfiðleika á fjármálamarkaði á vef Wall Street Journal. Þar er einnig komið inn á þann ótta sem ríki um íslensku bankana og hæfi þeirra. Kemur fram í greininni að verulega hafi dregið úr hagnaði af fjárfestingum lífeyrissjóðanna á síðasta ári og útlit fyrir að ávöxtun þeirra hafi í flestum tilvikum verið um 1% í stað 3,5% líkt og undanfarin ár.
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna, segir í viðtali við WSJ að þrátt fyrir að ávöxtunin hafi ekki verið góð á síðasta ári þá hafi það lítil áhrif á stöðu mála til lengri tíma litið.