Fjármálaráðherrar G-7 samþykkja aðgerðir

Fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims samþykktu í dag áætlun sem miðar að því að koma í veg fyrir að erfiðleikar sem komu upp á bandarískum fjármála- og fasteignamarkaði á síðasta ári og breiddust út um heiminn geti komið upp aftur. 

Í yfirlýsingu ráðherra G-7 ríkjanna kemur fram að stefnt sé að því að auka gegnsæi á mörkuðum og skerpa á þeim reglum sem gilda um viðbrögð stjórnvalda við aðkallandi vanda á fjármálamörkuðum. Með þessu verði hægt að auka traust á fjármálamörkuðum og virkni þeirra. 

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna,  Henry Paulson og Ben Bernanke, formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna, stýrðu fundi fjármálaráðherranna í dag en auk Bandaríkjanna eru  Japan, Þýskaland, Bretland, Ítalía, Frakkland og Kanada aðilar að G-7. Á morgun hefst fundur fulltrúa 185 ríkja sem eiga aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. Meðal þeirra sem sitja fundinn um helgina er Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra.

Sigið hefur á ógæfuhliðina á fjármálamörkuðum heimsins frá síðasta fundi fjármálaráðherra iðnríkjanna sjö í október í Washington.  Telja margir hagfræðingar að samdráttarskeið sé hafið í bandarísku efnahagslífi og auknar líkur eru á samdrætti víða um heim, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

En á meðan fjármálaráðherrarnir ræddu í dag um hvernig væri best að bregðast við vanda fjármálamarkaða í framtíðinni lækkaði Dow Jones vísitalan um rúmlega 250 stig. 

Á myndinni eru fjármálaráðherrarnir James Flaherty  Kanada, Christine Lagrade Frakklandi, Peer Steinbruck Þýskalandi, Henry Paulson Bandaríkjunum, Tommaso Padoa-Schioppa Ítalíu, Fukushiro Nukaga Japan og Alistair Darling Bretlandi.

Jean-Claude Juncker fyrir hönd myntbandalags Evrópu. Dominique Strauss-Kahn Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, Mark Carney Seðlabanka Kanada, Christian Noyer Frakklandi, Axel A. Weber Þýskalandi, Ben Beranake Bandaríkjunum, Mario Draghi Ítalíu, Masaaki Shirakawa Japan, Mervyn King Englandsbanka, Jean-Claude Trichet Seðlabankastjóri Evrópu og yfirmaður Alþjóðabankans, Robert Zoellick.  

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK