Breskir bankastjórar boðaðir á fund fjármálaráðherra

Frá Lundúnum
Frá Lundúnum Reuters

Yfirmenn helstu fjármálastofnana Bretlands hafa verið boðaðir á fund fjármálaráðherra Bretlands,  Alistair Darling, á þriðjudag til þess að ræða lækkun vaxta á fasteignalán. Þetta haft eftir forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown í grein sem birtist í slúðurblaðinu News of The World á morgun. Í Sunday Telegraph á morgun kemur fram að Brown muni eiga fund með bankamönnunum á þriðjudag ásamt Darling.

Boðað var til fundarins þar sem stýrivaxtalækkanir Englandsbanka hafa ekki skilað sér í lánum til viðskiptavina bankanna. Í greininni í News of The World heitir Brown aðgerðum til þess að tryggja það að vaxtalækkanir skili sér til veðlántakenda.

„Þrátt fyrir að Englandsbanki hafi lækkað vexti undanfarna mánuði þá hafa bankarnir ekki komið þessum lækkunum til viðskiptavina sinna í öllum tilvikum," segir Brown í greininni í News of The World. „Því mun Alistair Darling eiga fund með helstu veðlánveitendum til þess að ræða næstu skref."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK