Hlutabréfavísitölur hafa almennt lækkað í dag þar sem óttast er að ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum sé verra heldur en hingað til hefur verið talið. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,6% og hefur SPRON lækkað mest eða um 4,1%. Exista hefur lækkað um 3,1% og Eik banki um 2,9%.
Í Ósló nemur lækkunin 1,7%, Stokkhólmi 1,3%, Helsinki 1,2% og Kaupmannahöfn 1,1%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um rúmt 1%.
Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 0,79%, í Frankfurt nemur lækkun DAX 1,1% og í París hefur CAC vísitalan lækkað um 0,71%.
Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu einnig í nótt.