Stærsta flugfélag heims myndað

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tilkynnti í kvöld, að náðst hefði samkomulag við flugfélagið Northwest Airlines um að Delta yfirtaki Northwest. Við sameininguna verður til stærsta flugfélag heims. Stjórnir félaganna samþykktu samkomulagið í kvöld.

Sameinað félag er metið á 17,7 milljarða dala, jafnvirði 1315 milljarða króna. Höfuðstöðvarnar verða í Atlanta í Georgíu og  Richard Anderson, forstjóri Delta, mun stýra sameinuðu fyrirtæki.

Flugfélögin fóru bæði í greiðslustöðvun og endurskipulagningu, sem lauk á síðasta ári. Nú eru bæði félögin rekin með tapi en staða þeirra er þó mun sterkari en fjögurra lítilla flugfélaga, sem hætt hafa starfsemi á síðustu vikum og verið tekin til gjaldþrotaskipa. 

Sameiningin þarf samþykki samkeppnisyfirvalda og ljóst er, að erfitt verður að sameina starfsemina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK