Vogunarsjóðir valda víða vandræðum

Stór­ir vog­un­ar­sjóðir valda víðar búsifj­um en hér á landi ef marka má frétt kanadíska blaðsins Nati­onal Post, sem birt­ist um helg­ina.

Í upp­hafi frétt­ar­inn­ar seg­ir frá lög­fræðingn­um Paul Ri­vett, sem réð sig til trygg­inga­fé­lags­ins Fairfax Fin­ancial í Toronto fyr­ir um fjór­um árum. Síðla sum­ars 2004 fór Ri­vett að gruna að ekki væri allt með felldu þar sem mik­ill fjöldi grein­ing­ar­skýrslna birt­ist um Fairfax, en taka ber fram að fé­lagið er skráð í kaup­höll­ina í New York. Mikið var af rang­færsl­um í skýrsl­un­um en trygg­inga­fé­lagið hafði átt í erfiðleik­um um nokk­urra ára skeið, m.a. þar sem það hafði gert tvær stór­ar og dýr­ar yf­ir­tök­ur sunn­an landa­mær­anna. Mikið flökt var á gengi bréfa fé­lags­ins en eins og oft á við um trygg­inga­fé­lög er vel­gengni þess að stór­um hluta háð því orðspori sem af fé­lag­inu fer.

Ri­vett tók að kanna málið og komst m.a. að því að í engu fé­lagi sem skráð er í New York hafði verið tekið jafn­mikið af skort­stöðum og Fairfax og um leið veðjað á fall hluta­bréfa fé­lags­ins. Hann gerði sér þá, að eig­in sögn, grein fyr­ir því að vegið væri að fé­lag­inu og reyndi að gera yf­ir­boðurum sín­um grein fyr­ir því. Í fyrstu talaði hann fyr­ir dauf­um eyr­um en að lok­um fékk hann sínu fram­gengt og í júlí 2006 stefndi Fairfax nokkr­um stærstu og áhrifa­mestu vog­un­ar­sjóðunum á Wall Street.

Mála­ferl­in standa enn yfir og enn sér ekki fyr­ir end­ann á þeim en eins og NP bend­ir á hef­ur margt breyst. Nú um stund­ir eru kjöraðstæður fyr­ir ósvífn­ar Gró­ur á Leiti til þess að koma af stað orðrómi til þess að hagn­ast á því og hafa eft­ir­litsaðilar „frá Íslandi til Singa­púr ný­lega kvartað und­an vog­un­ar­sjóðum.“

Í hnot­skurn


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK