„Höfum við efni á því að hafa krónu?“

Frá aðalfundi Straums-Burðaráss í gær.
Frá aðalfundi Straums-Burðaráss í gær. mbl.is/Golli

„Höfum við efni á því að hafa krónu, höfum við efni á að hafa eigin gjaldmiðil fyrir 300 þúsund manns? Þetta er dýrt og setur okkur í hættulega stöðu gagnvart spákaupmönnum erlendis. Viljum við gera það? Höfum við efni á því,“ spurði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka, í samtali við Morgunblaðið eftir aðalfund bankans sem fram fór í gær.

Björgólfi Thor varð í ræðu sinni á fundinum tíðrætt um gjaldeyrismálin og aðspurður segir hann mikilvægt að hér verði á einn eða annan hátt tekinn upp einhver stöðugur gjaldmiðill. „Ég er ekki að mæla með evru umfram aðra. Ég er að benda á að það sé hægt að skoða aðra möguleika, hvort sem það er franki eða aðrar tengingar eða fara í fastgengisstefnu þar sem mælt er á móti evru. Þetta eru allt möguleikar, ég er að skora á menn að hugsa um eitthvað nýtt,“ segir Björgólfur Thor.

Ennfremur kom hann í ræðu sinni inn á skráningu hlutabréfa bankans í evru og sagði það nauðsynlegt fyrir framtíð bankans. Slíkt færði rekstrinum stöðugleika og væri mikilvægt til þess að laða að erlenda fjárfesta, sem væru bankanum mikilvægir. Seðlabankinn hefði hikað við að veita leyfi til slíks vegna skrifræðis og pólitískra ástæðna en auðveldlega mætti færa rök fyrir því að hefðu bréfin verið skráð í evrum hefði það komið í veg fyrir að verðmæti eignar hluthafa bankans hafði rýrnað um 20% þegar krónan féll. „Því er mjög erfitt að kyngja,“ sagði Björgólfur Thor í ræðu sinni en aðspurður segir hann að með tíð og tíma komi sá möguleiki að skrá bréf bankans erlendis til greina.

Í ræðu sinni fjallaði Björgólfur Thor um þær breytingar sem orðið hafa á Straumi á undanförnum árum og sagði að miðað við þær hremmingar sem íslensk fjárfestingarfélög, líkt og Straumur var, hafa gengið í gegnum væri ljóst að rekstur bankans væri mun erfiðari ef ekki hefði verið ráðist í þessar breytingar.

Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK