Spáir 10% verðbólgu í apríl

Grein­ing­ar­deild Kaupþings spá­ir 1,7% hækk­un á vísi­tölu neyslu­verðs í apríl. Gangi spá­in eft­ir mun tólf mánaða verðbólga mæl­ast 10% sam­an­borið við 8,7% verðbólgu í mars.

Bank­inn seg­ir, að  svipaðir þætt­ir drífi áfram verðbólgu og að und­an­förnu: veik­ing krónu ásamt verðhækk­un á eldsneyti og hrávör­um. Þá er gert ráð fyr­ir að hús­næðisliður­inn haldi áfram að hækka vegna hækk­andi raun­vaxta nýrra íbúðalána á síðasta ári. Markaðsverð hús­næðis muni áfram hafa óveru­leg áhrif á verðbólgu­töl­ur.

Grein­ing­ar­deild ger­ir ráð fyr­ir að verðbólga mæl­ist áfram há í maí­mæl­ingu Hag­stof­unn­ar. Í sum­ar taki hins veg­ar að draga úr verðbólgu­hraðanum, þegar áhrif yf­ir­skots krón­unn­ar hafi gengið yfir og hús­næðisliður­inn lækk­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka