Merrill Lynch segir upp 4.000 manns

John Thain forstjóri Merrill Lynch.
John Thain forstjóri Merrill Lynch. Reuters

Bandaríski bankinn Merrill Lynch tapaði um 2 milljörðum dollara á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem svarar til um 150 milljarða íslenskra króna. Þetta er þriðji ársfjórðungurinn í röð sem bankinn er rekinn með tapi.

„Þetta var einn erfiðasti ársfjórðungur, sem ég hef séð í 30 ára störfum mínum á Wall Street," sagði John Thain, forstjóri bankans á símafundi með fjárfestum í gærkvöldi.

Hann sagði bankann búast við erfiðum mánuðum framundan og væntanlega næstu ársfjórðungum en vonir standi til að uppgjör ársins 2008 í heild verði viðunandi.

Í tilkynningu segir að brugðist verði við þessari stöðu með því að segja upp um 4.000 manns á næstunni. Starfsmenn bankans eru nú um 63 þúsund talsins. Frá þessu er greint á fréttavef Wall Street Journal.

Heildartap Merrill Lynch á síðustu þremur ársfjórðungum nemur um 14 milljörðum dollara, liðlega 1.000 milljörðum íslenskra króna, sem hefur þurrkað út allan hagnað bankans á árunum 2005 og 2006.

Meginástæðan fyrir lélegri afkomu Merrill Lynch eru miklar afskriftir vegna ótryggra húsnæðislána, svonefndra undirmálslána.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK