Samkeppnisstaðan um hæft starfsfólk í meðallagi

Sam­keppn­is­staða Íslands um hæft starfs­fólk er í meðallagi þegar litið er til kaup­mátt­ar launa eft­ir skatta. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju riti Sam­taka at­vinnu­lífs­ins um alþjóðavæðingu vinnu­markaðar­ins, sem birt var í gær í tengsl­um við aðal­fund sam­tak­anna.

Fram kem­ur í rit­inu að Ísland standi vel að vígi í alþjóðleg­um sam­an­b­urði hvað varðar laun og skatta en hátt verðlag og smæð lands­ins séu ekki aðlaðandi. Það geri að verk­um að þegar á heild­ina sé litið sé sam­keppn­is­staða Íslands um hæft starfs­fólk í meðallagi. Verðlag hafi verið hæst á Íslandi í OECD-ríkj­un­um árið 2007, að meðaltali um 60% hærra og 44% hærra en á evru­svæðinu. Þá seg­ir í rit­inu að Ísland standi Norður­lönd­un­um í heild að baki við að tak­ast á við áskor­an­ir hnatt­væðing­ar­inn­ar.

Höf­und­ar rits Sam­taka at­vinnu­lífs­ins segja að Íslend­ing­um á vinnu­markaði muni fjölga til­tölu­lega hægt á næstu árum og ára­tug­um. Stór­ir ár­gang­ar hverfi af vinnu­markaði vegna ald­urs og nýir ár­gang­ar sem komi í staðinn séu til­tölu­lega fá­menn­ir. „Vinnu­fram­lag er­lends starfs­fólks verður ein meg­in­for­senda hag­vaxt­ar. Áætla má að miðað við 3% ár­leg­an hag­vöxt að jafnaði muni a.m.k. 1.000 er­lend­ir starfs­menn þurfa að flytj­ast til lands­ins ár­lega á tíma­bil­inu 2015-2020 og allt að 1.500 ár­lega eft­ir það.“

Seg­ir í rit­inu að fyr­ir­tæki út um all­an heim séu stöðugt í bar­áttu um besta fólkið og til þessa hafi reynst erfitt að ráða hingað til lands starfs­menn frá ríkj­um utan EES-svæðis­ins, til að mynda fólk með mik­il­væga sérþekk­ingu frá Banda­ríkj­un­um, Kan­ada, Kína, Indlandi og fleiri ríkj­um. Einnig hafi reynst erfitt að fá maka og börn er­lendra starfs­manna til lands­ins. „Úr þessu verður að bæta,“ segja höf­und­ar rits Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK