Dýrt rauðvín

Reuters

Ónafngreindur kínverskur milljarðamæringur keypti í gær 27 flöskur af frönskurauðvíni frá Búrgundarhéraði í Frakklandi og greiddi jafnvirði nærri 40 milljóna króna fyrir. 

Stephen Williams, forstjóri fyrirtækisins Antique Wine Company í Lundúnum segir við Reutersfréttastofuna, að þetta sé hæsta verð sem greitt hafi verið til þessa fyrir rauðvínssafn.

Allar flöskurnar 27 eru af tegundinni  Romanée Conti. Tólf eru frá árinu 1978 en hinar eru af árgöngum frá 1961 til 2002. Romanée Conti er af mörgum talið eitt besta vín sem til er en aðeins 450 kassar af víninu eru framleiddir árlega. 

Williams segir, að hann telji ekki að kaupandinn ætli að láta flöskurnar safna ryki í kjallara heldur eigi að drekka vínið. Hann segir, að fjármálakreppa síðustu mánaða hafi ekki náð til markaðsins fyrir eðalvín.   

Hver flaska, í safninu sem Kínverjinn keypti, kostar nærri 1,5 milljónir króna. Dýrasta vínflaskan til þessa seldist á uppboði árið 1985 þegar  Malcolm Forbes, stofnandi tímaritsins Forbes, keypti flösku af Chateau Lafitte árgangi 1787 fyrir 105 þúsund pund.

Árið 2006 seldi  Antique Wine Company flösku af Chateau d'Yquem hvítvíni frá árinu 1787 fyrir 100 þúsund dali. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK