Fjallað um útrásina í Tékklandi

Fjallað er um fjárfestingar Íslendinga í Tékklandi í blaðinu The Prague Post í dag. Í blaðinu segir að Íslendingar eigi gífurlegan auð sem þeir hafi að undanförnu leitað leiða til að ávaxta. Þeir hafi m.a. látið til sín taka í Tékklandi þar sem þeir hafi fjárfest á breiðum vettvangi, allt frá fæðufarmleiðslufyrirtækjum til hlutabréf í flugfélögum. 

„Tékkland er vel staðsett í miðju Evrópu með auðveldan aðgang að mikilvægum mörkuðum,” segir Gunnar Leo Gunnarsson, stjórnarformaður fjárfestingarfélagsins Nordic Partners, í viðtali við blaðið. Segir hann 90% tekna fyrirtækisins koma frá Íslandi en tíu% þeirra frá Lettlandi. 

„Stöðugleiki og vaxtamöguleikar efnahagskerfisins samræmast þörf okkar á að stækka,” segir Gunnar og bætir því við að búast megi við að umsvif fyrirtækisins í landinu eigi eftir að aukast enn frekar. Of snemmt sé þó að greina frá ákveðnum áformum.  

Gengið var frá yfirtöku Nordic Partners á tékkneska fæðuframleiðslufyrirtækinu Hamé þann 4. apríl en vörum þess er m.a dreift til Rúmeníu, Ungverjalands, Póllands, Úkraínu og Slóvakíu. Ekki hefur verið greint frá kaupverði en Nordic Partners á einnig tékkneska kjötvinnslufyrirtækið Otomac. 

Einungis 29 Íslendingar eru hins vegar skráðir til heimilis í Tékklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK