Bear Stearns spáir 8% gengishækkun

Banda­ríski fjár­fest­ing­ar­bank­inn Bear Ste­arns, sem m.a. hef­ur verið tengd­ur meint­um árás­um vog­un­ar­sjóða á ís­lenskt efna­hags­líf, tel­ur að gengi ís­lensku krón­unn­ar gæti hækkað um 8% á næstu þrem­ur mánuðum eft­ir því sem dreg­ur úr áhyggj­um af ís­lenska hag­kerf­inu á fjár­mála­mörkuðum og áhugi á háum vöxt­um á Íslandi eykst á ný.

Steve Barrow, gjald­miðlasér­fræðing­ur hjá Bear Ste­arns, seg­ir að ís­lenska krón­an hafi lík­lega náð botni eft­ir að hafa lækkað um 30% gagn­vart evru frá ára­mót­um. 

Á frétta­vef Bloom­berg er haft eft­ir Barrow, að nú sé komið að því, að of erfitt sé fyr­ir markaðsaðila að veðja á að krón­an muni halda áfram að veikj­ast. Háir stýri­vext­ir, sem eru nú 15,5%, gætu stuðlað að því að krón­an hækk­ar á ný. 

Þess­ir háu vext­ir gera krón­una fýsi­leg­an kost í svo­nefnd­um vaxtamun­ar­viðskipt­um þar sem fjár­fest­ar taka lán í lönd­um þar sem vext­ir eru lág­ir og fjár­festa í lönd­um þar sem vext­ir eru háir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK