Útlánsvextir Íbúðalánasjóðs lækka í dag um 0,05-0,3% í kjölfar útboðs á íbúðabréfum, sem fór fram á föstudag. Verða útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði 5,2% en 5,7% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis.
Vegnir vextir í útboði íbúðabréfa var 4,73%. Stjórn Íbúðalánasjóðs jafnframt hækkað vaxtaálag sjóðsins vegna uppgreiðsluáhættu verði um 0,25%, úr 0,25% í 0,5%. Ráðherra hefur með bréfi, dags. 10. apríl 2008 fallist á þá tillögu. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%, vegna útlánaáhættu 0,2% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,5% samkvæmt því sem áður segir.