Líklegt að minni bankar á Íslandi sameinist

Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, segir við danska viðskiptablaðið Børsen í dag, að erfiðleikar á alþjóðlegum fjármálamarkaði hafi skapað vandamál á millibankamarkaði á Íslandi. Reikna megi með því að minni bankar á Íslandi sameinist í einhverjum mæli en stóru bankarnir ættu að komast klakklaust út úr erfiðleikunum.

„Okkur skilst að það séu einhver vandamál á millibankamarkaði hér á Íslandi. Við vonum, að við höfum skapað möguleika á að markaðurinn lifni við með því að auka lausafé," segir Eiríkur.

Hann segir að lausafjárskorturinn kunni að leiða til þess, að minni bankar þurfi að sameina krafta sína.

Fram kemur í viðtalinu, að auk stóru bankanna þriggja, sem ráði um 85% af markaðnum, séu um 20 minni bankar á Íslandi. Eiríkur segist ekki hafa áhyggjur af stóru bönkunum þremur en viðurkennir, að Seðlabankinn muni eiga fullt í fangi með að koma til bjargar ef alvarleg fjármálakreppa verður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK