Verð á hráolíu fór yfir 118 dali tunnan í rafrænum viðskiptum á markaði í New York. Hefur verðið aldrei verið hærra. Helstu ástæður eru lágt gengi Bandaríkjadals og ótryggt ástand á olíuvinnslusvæðum í Nígeríu.
Verð á olíu, sem afhent verður í maí, fór í 118,05 dali í morgun. Á sama tíma fór verð á Brent Norðursjávarolíu í 115,03 dali tunnan, sem einnig er met.