Norskir vextir hækkaðir

Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í 5,5% í dag og vísar til þess, að þensla og verðbólga séu að vaxa í hagkerfinu. Noregsbanki hefur hækkað vexti smátt og smátt allt frá árinu 2005 þegar stýrivextir komust í sögulegt lágmark.

Jan F. Qvigstad, seðlabankastjóri, sagði að verðbólga í landinu sé nálægt 2,5% á ársgrundvelli, sem er innan verðbólgumarkmiða bankans. Hins vegar sé þensla í hagkerfinu, spenna á vinnumarkaði og búist við launaskriði og því bendi allt til þess að verðbólga gæti aukist.

Fasteignaverð hefur hækkað á ný eftir smávægilega lækkun og gengi norsku krónunnar er áfram hátt. Þá er olíuverð í hámarki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK