Mannvit hannar metanólverksmiðju

mbl.is

Íslensk-ameríska fyrirtækið Carbon Recycling International, CRI, hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um að hanna og reisa verksmiðju á Reykjanesi, sem mun framleiða metanól úr koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjun, til blöndunar við bensín í bíla og önnur farartæki.

Samkvæmt upplýsingum frá CRI er fjármögnun verksmiðjunnar á lokastigi, en lánveitendur verða bæði bandarískir og íslenskir bankar. Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um einn milljarður króna en áform eru um að tuttugufalda afkastagetu verksmiðjunnar. Viðræður eru einnig á lokastigi við Hitaveitu Suðurnesja um orkuöflun og staðsetningu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka