Einungis 51 kaupsamningi þinglýst

mbl.is

Fjöldi þing­lýstra kaup­samn­inga á höfuðborg­ar­svæðinu 18. apríl til og með 24. apríl 2008 var 51. Þar af voru 37 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 7 samn­ing­ar um sér­býli og 7 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús. Heild­ar­velt­an var 2.232 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 43,8 millj­ón­ir króna. Að meðaltali var 85 kaup­samn­ing­um þing­lýst á viku síðastliðnar tólf vik­ur.

3 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Ak­ur­eyri og 3 á Árborg­ar­svæðinu

3 kaup­samn­ing­um var þing­lýst á Ak­ur­eyri. Þar af voru 2 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli og 1 samn­ing­ur um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús. Heild­ar­velt­an var 37 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 12,2 millj­ón­ir króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fast­eigna­mati rík­is­ins.

 3 kaup­samn­ing­um var þing­lýst á Árborg­ar­svæðinu. Þar af voru 2 samn­ing­ar um sér­býli og 1 samn­ing­ur um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús. Heild­ar­velt­an var 45 millj­ón króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 15 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK