Olíuverð á niðurleið

Reuters

Verð á hráolíu hefur lækkað um rúmlega 2 dali tunnan í dag á sama tíma og gengi Bandaríkjadals hefur styrkst. Í viðskiptum í Asíu í morgun fór verð á hráolíu niður fyrir 115 dali tunnan eftir að hafa farið í tæplega 120 dali tunnan um tíma í gær.

Verð á hráolíu til afhendingar í júní lækkaði um 53 sent og er 1115,53 dalir tunnan eftir að hafa farið í 114,51 dal tunnan fyrr í morgun.  

Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 57 sent og er 113,77 dalir tunnan á markaði í Lundúnum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka