Hekla Energy hálfnuð með fyrstu holuna í Bæjaralandi

Fyrsta bor­un­ar­verk­efni Heklu Energy, dótt­ur­fyr­ir­tæk­is Jarðbor­ana í Þýskalandi, er komið vel á veg, en bor­an­ir hóf­ust í Mau­erst­etten í Bæj­aralandi í janú­ar. Verk­efnið er sam­starf við Exorku, sem á fram­kvæmda­rétt á svæðinu, en Geys­ir Green Energy, móður­fé­lag Jarðbor­ana, á 66% hlut í Exorku. Verðmæti samn­ings­ins er um 1,5 millj­arðar króna, en Exorka á fleiri vinnslu­rétt­indi í Suður-Þýskalandi sem fyr­ir­tækið hyggst nýta á næstu árum.

Á hverj­um bor­un­arstað er ætl­un­in að bora þrjár eða fjór­ar 4-5 kíló­metra djúp­ar hol­ur. Nú er búið að bora um 2,5 km niður í Mau­erst­etten. Það vakti at­hygli blaðamanns hve bor­svæðið er hljóðlátt, en þar mun­ar tals­vert um að bor­inn fær raf­magn frá landsnet­inu, en er ekki knú­inn með dísilraf­stöð eins og jafn­an er gert á Íslandi.

Jarðfræðirann­sókn­ir á svæðinu gefa til kynna að um lág­hita­svæði sé að ræða, þ.e. um 120-150 gráða heitt vatn. Hit­inn verður nýtt­ur til fram­leiðslu raf­magns með svo­nefndri Kalina-tækni, sem er t.a.m. notuð á Húsa­vík. Raf­magns­fram­leiðslan á hvert bor­svæði er áætluð um 3-5 MW, sem verður háð bæði hita­stig­inu og því rennsli sem næst úr bor­hol­un­um. Raf­magnið á síðan að selja inn á landsnet þeirra Þjóðverja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK