Mesta verðbólga í tæp 18 ár

Sverrir Vilhelmsson

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í apríl hækkaði um 3,4% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 4,2% frá mars. Síðastliðna 12 mánuði  hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 11,8% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 10,6%. Hef­ur verðbólg­an ekki verið meiri í tæp 18 ár eða frá sept­em­ber árið 1990 er verðbóla mæld á tólf mánaða tíma­bili var 12%.

Er þetta mun meiri hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs held­ur en grein­ing­ar­deild­ir viðskipta­bank­anna þriggja spáðu. Grein­ing Glitn­is spáði því að vísi­tala neyslu­verðs myndi hækka um 2%, grein­ing Lands­bank­ans spáði 1,9% hækk­un og grein­ing­ar­deild Kaupþings 1,8% hækk­un.

Geng­is­sig krón­unn­ar skil­ar sér hratt út í verðlagið

Á vef Hag­stofu Íslands kem­ur fram að geng­is­sig ís­lensku krón­unn­ar und­an­farið hef­ur skilað sér mjög hratt út í verðlagið og hækkaði verð á inn­flutt­um vör­um um 6,2% (vísi­tölu­áhrif 2,1%). Kostnaður vegna rekst­urs eig­in bif­reiðar jókst um 7,1% (1,14%). Þar af hækkaði verð á nýj­um bíl­um um 11,0% (0,77%) og á bens­íni og ol­í­um um 5,2% (0,24%).

Verð á mat­vöru hækkaði um 6,4%

Verð á mat og drykkjar­vöru hækkaði um 6,4% (0,77%), þar af hækkaði verð á mjólk og mjólk­ur­vör­um um 10,2% (0,20%).

Mánaðarbreyt­ing verðbólgu ekki meiri frá júlí 1988

Eins og áður sagði hef­ur hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 11,8% síðastliðna tólf mánuði en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 10,6%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 6,4% sem jafn­gild­ir 28% verðbólgu á ári (33,1% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Mánaðarbreyt­ing vísi­tölu neyslu­verðs hef­ur ekki verið meiri frá júlí 1988 en þá hækkaði hún um 3,5% og fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis frá janú­ar 1985 en þá hækkaði hún um 4,8%. Miðað við tólf mánaða breyt­ingu vísi­töl­unn­ar hef­ur verðbólg­an ekki mælst meiri síðan í sept­em­ber 1990.

Vísi­tala neyslu­verðs sam­kvæmt út­reikn­ingi í apríl 2008, sem er 300,3 stig, gild­ir til verðtrygg­ing­ar í júní 2008. Vísi­tala fyr­ir eldri fjár­skuld­bind­ing­ar, sem breyt­ast eft­ir láns­kjara­vísi­tölu, er 5.929 stig fyr­ir júní 2008.

Grunn­ur vísi­tölu neyslu­verðs er end­ur­nýjaður í apríl á hverju ári og bygg­ist hann nú á niður­stöðum úr út­gjald­a­rann­sókn Hag­stof­unn­ar árin 2004-2006. Árleg grunn­skipti leiða til þess að ekki verða veru­leg­ar breyt­ing­ar á skipt­ingu út­gjalda frá einu ári til ann­ars. þá skal tekið fram að end­ur­nýj­un vísi­tölu­grunns­ins veld­ur sem slík ekki breyt­ing­um á vísi­töl­unni milli mars og apríl.

Hinn 16. maí næst­kom­andi verður gefið út hefti Hagtíðinda um vísi­tölu neyslu­verðs þar sem nán­ar verður fjallað um breyt­ing­ar henn­ar und­an­gengið ár, að því er seg­ir á vef Hag­stofu Íslands.

Þróun verðbólgu und­an­far­in ár 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK