Sameining Mars og Wrigley í farvatninu

Warren Buffet
Warren Buffet ANTHONY BOLANTE

Bandaríska sælgætisfyrirtækið Mars og fjárfestingafélag í eigu milljarðamæringsins Warren Buffett, Berkshire Hathaway, eru nálægt því að ganga frá samningi um kaup á tyggigúmmíframleiðanum Wm. Wrigley á rúmlega 22 milljarða Bandaríkjadali.

Heimildir Wall Street Journal og New York Times herma að tilkynnt verði um kaupin síðar í dag.

Ef af kaupunum verður munu Mars, sem meðal annars framleiðir sælgæti eins og M&M, Snickers og Wrigley, sem framleiðir tyggjó eins og Extra, Eclipse og Orbit, sameinast. Talið er að sameiningin muni hafa víðtæk áhrif á aðra sælgætisframleiðendur á þann hátt að frekari sameiningar verði í þeim geira.

Buffett, sem á sælgætisframleiðandann Sees Candies, kemur að sameiningunni með því að aðstoða Mars við fjármögnun kaupanna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK