Hagnaður Árvakurs fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) árið 2007 nam 151 milljón króna, samanborið við 84 milljóna króna tap árið áður. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi í gær og er Þór Sigfússon nýr stjórnarformaður.
„Raunverulegur viðsnúningur í rekstri Morgunblaðsins og mbl.is, sem voru uppistaðan í rekstrinum, er umtalsvert meiri en sem þessu nemur því á síðasta ári lagði félagið í verulegan kostnað tengdan kaupum og viðsnúningi á starfsemi fríblaðsins 24stunda, sem er komið í Árvakursfjölskylduna“, segir Einar Sigurðsson, forstjóri
Árvakurs.
Ný stjórn var kjörin í Árvakri hf., útgáfufélagi 24 stunda og Morgunblaðsins, á aðalfundi í gær. Þór Sigfússon var kjörinn nýr formaður stjórnar. Hann tekur við af Stefáni P. Eggertssyni, sem verður varaformaður. Auk þeirra sitja í stjórninni Ásdís Halla Bragadóttir, Kristinn Björnsson og Skúli Valberg Ólafsson.
Í varastjórn eru Liv Bergþórsdóttir, Guðmundur P. Davíðsson, Emilía B. Björnsdóttir, Helga Gunnarsdóttir og Óttar Pálsson.