Segir ekki vandræði í rekstri hótels

Sigtryggur Magnússon, eigandi Sam Hotels í Nykøbing í Danmörku, segir að deilur um laun félagsins Sam Wellness á sama stað séu honum óviðkomandi. Hann segist ætla að stefna verkalýðsfélaginu 3F fyrir óhróður og ósannindi í tengslum við málið.

Blaðið Lolland-Falster Folketidende hefur í dag eftir formanni 3F að 13 starfsmenn Sam Wellness hafi ekki fengið laun greidd frá því í febrúar. Lögmaður íslenskra eigenda hafi lofað því að launin yrðu greidd í gær en ekkert hefði bólað á þeim í dag og því ætli félagið að krefjast gjaldþrotaskipta.

Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Sigtryggs hefur ekki tekist að gera upp laun við hluta af starfsfólki Sam Wellness. Sá rekstur sé hins vegar undir sérstöku félagi en annað félag Sam Hotels reki hótelið á staðnum. Það fari því víðs fjarri að til standi að loka hótelinu eða stöðva rekstur þess. Verið sé að lesa málin að öðru leyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK