Tap Deutsche Bank 131 milljón evra

Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank
Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank AP

Stærsti banki Þýska­lands, Deutsche Bank,  hef­ur aft­ur­kallað af­komu­spá fyr­ir árið í heild eft­ir að bank­inn skilaði mestu tapi í ein­um árs­fjórðungi  í nýliðnum fjórðungi. Nam tap bank­ans 131 millj­ón evra sam­an­borið við hagnað upp á 2,12 millj­arða evra á fyrsta árs­fjórðungi í fyrra.

Fjár­mála­stjóri bank­ans, Ant­hony di Iorio, sagði á fundi með grein­ing­ar­deild­um í morg­un að fjár­málakrepp­an sem nú ríki geri það ómögu­legt að gefa út spá um af­komu fyr­ir árið í heild.

„Það eru óvissu­tím­ar og markaðirn­ir eru óút­reikn­an­leg­ir," sagði Iorio.   

Tap Deutsche Bank fyr­ir skatta nam 254 millj­ón­um evra en hagnaður fyr­ir skatta á fyrsta árs­fjórðungi í fyrra nam 3,16 millj­örðum evra. Deutsche Bank hef­ur af­skrifað 2,7 millj­arða evra. 

Í frétta­til­kynn­ingu er haft eft­ir stjórn­ar­for­manni bank­ans, Jos­ef Ackermann, að nýliðinn árs­fjórðung­ur sé sá versti á fjár­mála­mörkuðum í manna minn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK