Tap Exista rúmir fimm milljarðar króna

mbl.is

Tap Ex­ista nam 43,8 millj­ón­um evra, rúm­um fimm millj­örðum króna, á fyrsta árs­fjórðungi sam­an­borið við 640,7 millj­ón­ir evra hagnað á sama tíma­bili í fyrra. Tap fyr­ir skatta á fyrsta árs­fjórðungi nam 45,9 millj­ón­ir evra, en á sama tíma­bili í fyrra var hagnaður fyr­ir skatta 597,5 millj­ón­ir evra.

Heild­ar­tekj­ur sam­stæðunn­ar námu 16,1 millj­ón evra i fyrsta árs­fjórðungi 2008, en voru 668 millj­ón­ir evra á sama tíma­bili í fyrra. Tap á fjár­eign­um á gang­v­irði var 173,2 millj­ón­ir evra á fjórðungn­um, sam­an­borið við 38,2 millj­ón­ir evra hagnað á fyrstu þrem­ur mánuðunum 2007. Hagnaður af veltu­fjár­eign­um nam 58,5 millj­ón­um evra á fyrsta árs­fjórðungi. Hagnaður af veltu­fjár­eign­um var 110,8 millj­ón­ir evra á sama tíma­bili í fyrra.

Arðstekj­ur námu 4,3 millj­ón­um evra, sam­an­borið við 5 millj­ón­ir evra á fyrstu þrem­ur mánuðum síðasta árs. Vak­in er at­hygli á því í upp­gjöri fé­lags­ins að arður frá hlut­deild­ar­fé­lög­um í fjár­málaþjón­ustu, Kaupþingi og Sampo, er ekki tekju­færður, held­ur færður til lækk­un­ar á bók­færðu virði í efna­hags­reikn­ingi og tek­inn inn í fjár­streymi fé­lags­ins. Arður
hlut­deild­ar­fé­laga nam 28,6 millj­ón­um evra á fyrsta árs­fjórðungi 2008, en 138 millj­óna evra arður frá Sampo Group verður færður inn í reikn­inga ann­ars árs­fjórðungs 2008.

Lýður Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður Ex­ista seg­ir í frétta­til­kynn­ingu: „Við erum sátt við út­komu Ex­ista úr árs­fjórðungi sem reynst hef­ur fyr­ir­tækj­um í fjár­málaþjón­ustu sér­lega erfiður. Þrátt fyr­ir nei­kvæða af­komu, þá hef­ur Ex­ista staðið vörð um sterk­ar fjár­hags­leg­ar und­ir­stöður, öfl­uga lausa­fjár­stöðu og framúrsk­ar­andi eign­ir.

Við höf­um hagað starf­semi Ex­ista, kostnaðaraðhaldi og áhættu­stýr­ingu með þeim hætti að tek­ist hef­ur að tryggja fjár­hags­styrk og lausa­fé fé­lags­ins á tím­um umróts á alþjóðamörkuðum. Sam­hliða höf­um við tekið mik­il­væg skref við að skapa ný sókn­ar­færi, svo sem með kaup­um á Skipt­um. Ítök Ex­ista í fjár­málaþjón­ustu á Norður­lönd­um halda áfram að aukast og skapa fé­lag­inu spenn­andi mögu­leika til framtíðar.“
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK