Breska samkeppniseftirlitið boðar hertar reglur

Matvöruverslanir
Matvöruverslanir AP

Reglur breska samkeppniseftirlitsins verða hertar varðandi útþenslu og viðskipti breskra matvörukeðja við birgja. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu eftirlitsins sem kynnt var í dag.

Þrátt fyrir þetta mun samkeppniseftirlitið ekki krefjast þess að  Tesco, stærsta smásölukeðja Bretlands, selji einhverjar verslanir vegna markaðsráðandi stöðu sinnar.

Áætlað er að velta á bresk smásölumarkaðnum nemi 125 milljónum punda árlega. Markaðshlutdeild Tesco er um 32%, Asda er með tæplega 17% markaðshlutdeild, Sainsbury rétt undir 16% og Morrison er með um 11% markaðshlutdeild á breskum smásölumarkaði.

Segir í skýrslu samkeppniseftirlitsins að eðlileg samkeppni ríki á breskum matvörumarkaði en reynt verði að hafa taumhald á því að stórar matvörukeðjur geti lagt undir sig staðbundna markaði með þeim afleiðingum að samkeppni á smærri svæðum minnki og um leið möguleikum neytenda á vali á milli verslana. 

Eigendur lítilla verslana hafa löngum kvartað undan því að stórar keðjur eins og Tesco, J Sainsbury PLC, WM Morrison og Asda, sem er í eigu Wal-Mart, þvingi smærri verslanir og matvælaframleiðendur út af markaðnum þar sem þeir geti ekki keppt við stóru keðjurnar um verð.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK