Reglur breska samkeppniseftirlitsins verða hertar varðandi útþenslu og viðskipti breskra matvörukeðja við birgja. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu eftirlitsins sem kynnt var í dag.
Þrátt fyrir þetta mun samkeppniseftirlitið ekki krefjast þess að Tesco, stærsta smásölukeðja Bretlands, selji einhverjar verslanir vegna markaðsráðandi stöðu sinnar.
Áætlað er að velta á bresk smásölumarkaðnum nemi 125 milljónum punda árlega. Markaðshlutdeild Tesco
er um 32%, Asda er með tæplega 17% markaðshlutdeild, Sainsbury rétt
undir 16% og Morrison er með um 11% markaðshlutdeild á breskum
smásölumarkaði.
Segir í skýrslu samkeppniseftirlitsins að eðlileg samkeppni ríki á breskum matvörumarkaði en reynt verði að hafa taumhald á því að stórar matvörukeðjur geti lagt undir sig staðbundna markaði með þeim afleiðingum að samkeppni á smærri svæðum minnki og um leið möguleikum neytenda á vali á milli verslana.