Breska samkeppniseftirlitið boðar hertar reglur

Matvöruverslanir
Matvöruverslanir AP

Regl­ur breska sam­keppnis­eft­ir­lits­ins verða hert­ar varðandi útþenslu og viðskipti breskra mat­vöru­keðja við birgja. Þetta er niðurstaða nýrr­ar skýrslu eft­ir­lits­ins sem kynnt var í dag.

Þrátt fyr­ir þetta mun sam­keppnis­eft­ir­litið ekki krefjast þess að  Tesco, stærsta smá­sölu­keðja Bret­lands, selji ein­hverj­ar versl­an­ir vegna markaðsráðandi stöðu sinn­ar.

Áætlað er að velta á bresk smá­sölu­markaðnum nemi 125 millj­ón­um punda ár­lega. Markaðshlut­deild Tesco er um 32%, Asda er með tæp­lega 17% markaðshlut­deild, Sains­bury rétt und­ir 16% og Morri­son er með um 11% markaðshlut­deild á bresk­um smá­sölu­markaði.

Seg­ir í skýrslu sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að eðli­leg sam­keppni ríki á bresk­um mat­vörumarkaði en reynt verði að hafa taum­hald á því að stór­ar mat­vöru­keðjur geti lagt und­ir sig staðbundna markaði með þeim af­leiðing­um að sam­keppni á smærri svæðum minnki og um leið mögu­leik­um neyt­enda á vali á milli versl­ana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK