Hagnaður Kaupþings 18,7 milljarðar króna

Kaupþing banki
Kaupþing banki

Hagnaður hluthafa Kaupþings eftir skatta nam 18,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 20,3 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut var 26,1 króna samanborið við 27,4 kr. á sama
tímabili í fyrra. Segir forstjóri bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, uppgjörið vel viðunandi í ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Hreiðar Már segir í tilkynningu frá bankanum, að stjórnendur Kaupþings séu  undir það búin að núverandi ástand á mörkuðum geti varað í töluvert langan tíma en telji verkefnastöðu og horfur viðunandi þrátt fyrir það.

Í tilkynningu kemur fram að frá árinu 2005 hefur Kaupþing verið með misvægi í gengisjöfnuði til að verja eiginfjár hlutföll bankans gagnvart lækkun gengis krónunnar. Lækkunin á fyrsta ársfjórðungi 2008 leiðir til 72,5 milljarða króna hækkunar á eigin fé.

Hreinar vaxtatekjur jukust um 31,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 11,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Gengishagnaður nam 9,7 milljörðum og dróst saman um 28% miðað við sama tímabil í fyrra.

Rekstrarkostnaður bankans nam 21,6 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi jókst um 21,8% frá fyrsta ársfjórðungi 2007 en lækkar um 17% mælt í evrum frá fjórða ársfjórðungi 2007. Kostnaðarhlutfall á ársfjórðungnum var 47%, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands.

29,6% gengislækkun krónunnar á fyrsta ársfjórðungi 2008 hefur
veruleg áhrif á uppgjör bankans og allan samanburð milli tímabila, að því er segir í tilkynningu. Heildareignir námu 6.368,4 milljörðum króna í lok mars og drógust saman um 8,7% í evrum frá áramótum, en jukust um 19,1% í íslenskum krónum.

Núverandi ástand á mörkuðum gæti varað í töluverðan tíma

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir í tilkynningu. „Þetta er vel viðunandi uppgjör í ljósi erfiðra aðstæðna á  alþjóðlegum  fjármálamörkuðum. Uppgjörið sýnir getu bankans til að bregðast hratt við breyttum markaðsaðstæðum.

Rekstrarkostnaður lækkar verulega á milli ársfjórðunga og sú þróun mun halda áfram. Efnahagsreikningur bankans minnkaði um 9% í evrum á fjórðungnum sem eru viðbrögð bankans við markaðsaðstæðum. Almenn gæði eigna bankans eru góð þrátt fyrir að afskriftir aukist milli ársfjórðunga.

Í núverandi markaðsumhverfi er sérlega mikilvægt að tekist hefur að verja sterka lausafjárstöðu bankans og verður það sem fyrr höfuðmarkmið stjórnenda. Við erum undir það búin að núverandi ástand á mörkuðum geti varað í töluvert langan tíma en teljum verkefnastöðu og horfur viðunandi þrátt fyrir það," segir Hreiðar Már.

Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD reglum er 11,4% og eiginfjárþáttur A var 9,1%. Arðsemi eigin fjár á fyrsta ársfjórðungi var 23,7% á ársgrundvelli. 

Uppgjör Kaupþings í heild 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK