Forstjóri Kaupþings boðar fækkun starfa

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. mbl.is/Golli

Hreiðar Már Sig­urðsson, for­stjóri Kaupþings, seg­ir að fjár­mögn­un bank­ans fyr­ir árið 2009 verði að fullu lokið í ág­úst í ár. Jafn­framt sé ljóst að bank­inn muni fækka störf­um til þess að draga úr kostnaði. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Reu­ters eft­ir kynn­ing­ar­fund Kaupþings í Lund­ún­um í gær.

Skulda­trygg­ingarálagið fá­rán­lega hátt

Hreiðar Már staðfesti við frétta­mann Reu­ters eft­ir fund­inn frétt sem birt­ist í norsku dag­blaði í síðasta mánuði væri rétt, að fjár­mögn­un myndi ljúka í ág­úst. „Þetta er metnaðarfullt mark­mið en mögu­legt," sagði Hreiðar í viðtali við Reu­ters. Hann vildi ekki gefa upp hve mörg­um yrði sagt upp hjá Kaupþingi. En sagði að fækk­un starfa væri helsta leiðin til þess að draga úr kostnaði.

Að sögn Hreiðars er hátt skulda­trygg­inga­álag bank­ans fjar­stæðukennt og miklu hærra held­ur en hjá flest­um evr­ópsk­um bönk­um. Seg­ir hann nauðsyn­legt að herða þurfi regl­ur um mis­notk­un á markaði og inn­herjaviðskipti. Seg­ist Hreiðar vera sann­færður um að skulda­trygg­inga­álagið eigi eft­ir að lækka enn frek­ar en það hef­ur lækkað hjá Kaupþingi að und­an­förnu eft­ir að hafa verið í hæstu hæðum fyr­ir nokkr­um vik­um. Greint er frá þessu á vef breska dag­blaðsins Guar­di­an.

Hagnaður til hlut­hafa Kaupþings á fyrsta árs­fjórðungi 2008 nam 18,7 millj­örðum króna en til sam­an­b­urðar nam hagnaður sama tíma­bils fyr­ir ári síðan 20,3 millj­örðum króna. Seg­ir í Morgun­korni Glitn­is í dag að tölu­verður viðsnún­ing­ur hef­ur orðið frá fjórða árs­fjórðungi síðasta árs þegar hagnaður nam 9,8 mö.kr. Upp­gjörið sé engu að síður und­ir vænt­ing­um grein­ing­araðila.

Frétt Guar­di­an 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka