Forstjóri Kaupþings boðar fækkun starfa

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. mbl.is/Golli

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir að fjármögnun bankans fyrir árið 2009 verði að fullu lokið í ágúst í ár. Jafnframt sé ljóst að bankinn muni fækka störfum til þess að draga úr kostnaði. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters eftir kynningarfund Kaupþings í Lundúnum í gær.

Skuldatryggingarálagið fáránlega hátt

Hreiðar Már staðfesti við fréttamann Reuters eftir fundinn frétt sem birtist í norsku dagblaði í síðasta mánuði væri rétt, að fjármögnun myndi ljúka í ágúst. „Þetta er metnaðarfullt markmið en mögulegt," sagði Hreiðar í viðtali við Reuters. Hann vildi ekki gefa upp hve mörgum yrði sagt upp hjá Kaupþingi. En sagði að fækkun starfa væri helsta leiðin til þess að draga úr kostnaði.

Að sögn Hreiðars er hátt skuldatryggingaálag bankans fjarstæðukennt og miklu hærra heldur en hjá flestum evrópskum bönkum. Segir hann nauðsynlegt að herða þurfi reglur um misnotkun á markaði og innherjaviðskipti. Segist Hreiðar vera sannfærður um að skuldatryggingaálagið eigi eftir að lækka enn frekar en það hefur lækkað hjá Kaupþingi að undanförnu eftir að hafa verið í hæstu hæðum fyrir nokkrum vikum. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins Guardian.

Hagnaður til hluthafa Kaupþings á fyrsta ársfjórðungi 2008 nam 18,7 milljörðum króna en til samanburðar nam hagnaður sama tímabils fyrir ári síðan 20,3 milljörðum króna. Segir í Morgunkorni Glitnis í dag að töluverður viðsnúningur hefur orðið frá fjórða ársfjórðungi síðasta árs þegar hagnaður nam 9,8 mö.kr. Uppgjörið sé engu að síður undir væntingum greiningaraðila.

Frétt Guardian 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK