Framkvæmdastjóri Brøndby í stjórn Nyhedsavisen

Íslendingurinn Hermann Haraldsson, sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri danska íþróttafélagsins Brøndby IF, kemur inn í stjórn Dagsbrun Media, sem stendur að útgáfu Nyhedsavisen. Morten Lund, sem á meirihluta í félaginu, staðfestir þetta við viðskiptavef Berlingske Tidende í dag.

Dagsbrun Media á félagið 365 Media Scandinavia, sem gefur út Nyhedsavisen. Jimmy Maymann, framkvæmdastjóri markaðsfélagsins GoViral, kemur einnig inn í stjórnina en þar eru fyrir, auk Lunds, Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest, og Lars Lindstrøm, fjármálastjóri Dagsbrun Media. 

Hermann Haraldsson stýrði birtingarhúsinu OMD í átta ár en stofnaði þá birtingarhúsið Win Win Agency. Lund segir, að Dagsbrun Media vilji sannfæra birtingarhúsin um að Nyhedsavisen sé besta blaðið í Danmörku og það mest lesna en fallið hafi á þá mynd vegna mikillar umfjöllunar í Danmörku um íslenska fjárfesta.

„Ef markaðurinn sýnir okkur sanngirni í ljósi lesendafjölda okkar mun fyrirtækinu ganga frábærlega," segir Lund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK