Hagnaður bandaríska olíufélagsins Chevron nam 5,17 milljörðum dala eða 2,48 dölum á hlut á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 4,72 milljarða dala eða 2,18 dali á hlut á sama tímabili í fyrra. Er þetta mesti hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi í sögu félagsins en methagnaður hefur verið af rekstri þess síðastliðin fjögur ár.