Olíuverð lækkar enn

AP

Verð á olíu hélt áfram að lækka í morgun og er nú um 112 Bandaríkjadalir tunnan. Fyrr í  vikunni fór olíuverð í tæpa 120 dali tunnan en síðan þá hefur Bandaríkjadalur styrkst gagnvart evru og jeni sem hefur dregið úr áhuga fjárfesta á að taka stöður gagnvart olíu.

Verð á hráolíu til afhendingar í júní lækkaði um 49 sent í nótt og er 112,03 dalir tunnan. 

Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 47 sent og er 110,03 dalir tunnan á markaði í Lundúnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK