Seðlabanki Bandaríkjanna er reiðubúinn til þess að veita bandarískum bönkum allt að 150 milljarða Bandaríkjadala í skammtíma- og neyðarlán í maí. Í apríl veitti bankinn 100 milljörðum dala í lán til banka. Er þetta gert til þess að hleypa lífi í efnahagslíf Bandaríkjanna.
Seðlabanki Bandaríkjanna er í samstarfi við Seðlabanka Evrópu og svissneska seðlabankann um aðgerðir til þess að bregðast við efnahagsvandanum.