Velta með hlutabréf dregst saman um 40% milli ára

Mikil velta var með skuldabréf í apríl en lítil með …
Mikil velta var með skuldabréf í apríl en lítil með hlutabréf Kristinn Ingvarsson

Velta á hlutabréfamarkaði var með rólegra móti í Kauphöll Íslands í apríl eða um 143 milljarðar króna.  Það sem af er árinu hefur velta með hlutabréf verið 644 milljarðar og því dregist saman um 40% frá síðasta ári.

Viðskipti með skuldabréf í nýliðnum mánuði námu 547 milljörðum sem er þriðja mesta velta í einum mánuði.  Það sem af er ári nemur velta með skuldabréf 2.167 milljörðum en heildarvelta síðasta árs nam 2.430 milljörðum króna.

Í apríl mánuði var Landsbanki Íslands með mestu markaðshlutdeildina á skuldabréfamarkaði eða 27%, Kaupþing banki var með 19% hlutdeild og Glitnir banki með 18% hlutdeild.

Mestu viðskipti í mánuðinum voru með bréf Glitnis banka 32 milljarðar, Kaupþings banka 28 milljarðar og Skipta 27 milljarðar.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,18% í apríl

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,18% í mánuðinum og stóð í 5.211,53 stigum í lok mánaðarins.  Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17,5%.  

Kaupþing banki var með mestu markaðshlutdeild með hlutabréf í mánuðinum eða 41%, þá kom Landsbanki Íslands með 17% og Glitnir banki með 15%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK