Þótt borgararnir séu farnir að hrukka ennið er ögn bjartara yfir Wall Street. Nýjustu tíðindin af fjármálamörkuðum vestanhafs eru af aðgerðum seðlabankans, sem tilkynnti að hann hygðist veita bankarískum bönkum allt að 150 milljarða dala lán til eins mánaðar í maí. Þetta er helmingi hærri upphæð en sú sem áður bauðst, 100 milljarðar dala, og er meiningin að hleypa lífi í efnahaginn með auknu lausafé.
Þá hafa seðlabankar Evrópu og Sviss rýmkað lánalínur sínar í Bandaríkjadölum um nær helming, upp í 50 milljarða dala og 20 milljarða dala. Ráðamenn bandaríska seðlabankans telja hluta af vandræðum dollarans endurspegla þrýsting frá evrópskum bönkum sem skorti lausafé í Bandaríkjadölum.
Staðan markar viðsnúning frá því sem var fyrir nokkrum mánuðum, eins og greint er frá í grein New York Times. Þá virtist hinn almenni efnahagur tiltölulega heilbrigður en á Wall Street rak hvert húsnæðislánatapið annað. Ekki er óalgengt að Wall Street sé nokkuð á undan í þessum efnum, en tíminn mun þó leiða í ljós hvort um markaðurinn sé einfaldlega að „jafna sig“ eða hvort lausn sé í sjónmáli.