Jan Petter Sissener, hinn litríki fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Noregi, hefur stefnt bankanum og krefur hann að sögn norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv um meira en 10 milljónir norskra króna.
Að sögn blaðsins er Sissener ósáttur við að kaupaukapottur sá sem skipt er á milli starfsmanna hafi verið minnkaður um 35 milljónir norskra króna án þess að neinn hafi verið látinn vita. Ástæða þess að potturinn dróst saman eru erfiðleikar á markaði.