Buffett segir vera að rofa til á Wall Street

Warren Buffet.
Warren Buffet.

Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett segir að það versta sé afstaðið í fjármálakreppunni á Wall Street, en almenningur muni enn um sinn finna fyrir þrengingum. Enn séu „erfiðir tímar“ framundan hjá handhöfum húsnæðislána.

Buffett er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, og kom þetta fram í viðtali við hann í Bloomberg-sjónvarpinu í upphafi ársfundar félagsins í Omaha í Nebraska.

Á fundinn mættu um 31.000 manns, en ársfundur félagsins er stundum nefndur „Woodstock fyrir kapítalista,“ að því er BBC greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK