Hjólin snerust of hratt

Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels og forstjóri Eyris Invest.
Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels og forstjóri Eyris Invest. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nauðsynlegt er að auka hvata til að efla nýsköpunar- og þróunarstarf hér á Íslandi, að mati Árna Odds Þórðarsonar, stjórnarformanns Marels og forstjóra Eyris Invest, og segir hann að líta megi til Noregs, en þar er veittur skattaaflsáttur  a móti rannsóknar- og þróunarstarfi.

Marel hf. setur 6-7% af veltu í rannsóknir og þróun á hverju ári eða tæpa fimm milljarða, sem jafngildir um helmingi af öllum rekstrarkostnaði Háskóla Íslands. Auk þess leggur Össur hf., sem Eyrir Invest er stór hluthafi í, 6-7% af heildarveltu í rannsóknir og þróun eða um 1,6 milljarða á ári.

„Öflugt rannsóknar- og þróunarstarf styður við uppbyggingu háskólasamfélags og hluti af því speglast í samstarfsverkefnum. Raunar var Marel upphaflega stofnað utan um rannsóknarverkefni í verkfræðideild HÍ,“ segir Árni Oddur.

Nýleg skattalækkun ríkisstjórnarinnar til fyrirtækja gerir umhverfið hagstætt til að reka fyrirtæki á Íslandi, að sögn Árna Odds. „Hvatinn felst í því að koma hagnaðinum fyrir hér, en á móti er hættan sú að fyrirtæki komi kostnaði annað, þ. ám. við rannsóknir og þróun, eins og Írar hafa rekið sig á. Ég tel að þetta muni skila auknum skatttekjum, þar sem það tryggir verðmætaskapandi hálaunastörf hér á landi.“ Árni Oddur segir koma sér vel fyrir útflutningsfyrirtæki að um hægist í atvinnulífinu. Tekjur hækki en kostnaður standi í stað og fjármálastofnanir „ryksugi“ ekki upp allt fólkið. „Í fyrra fóru um tveir þriðju af öllum útskrifuðum rafmagnsverkfræðingum til fjármálastofnana og þriðjungur til framhaldsnáms erlendis, en menntun þeirra nýtist best hjá hátæknifyrirtækjum. Það er ekki viðunandi – hjólin snerust alltof hratt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka