Hjólin snerust of hratt

Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels og forstjóri Eyris Invest.
Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels og forstjóri Eyris Invest. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nauðsyn­legt er að auka hvata til að efla ný­sköp­un­ar- og þró­un­ar­starf hér á Íslandi, að mati Árna Odds Þórðar­son­ar, stjórn­ar­for­manns Mar­els og for­stjóra Eyr­is In­vest, og seg­ir hann að líta megi til Nor­egs, en þar er veitt­ur skatta­aflsátt­ur  a móti rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfi.

Mar­el hf. set­ur 6-7% af veltu í rann­sókn­ir og þróun á hverju ári eða tæpa fimm millj­arða, sem jafn­gild­ir um helm­ingi af öll­um rekstr­ar­kostnaði Há­skóla Íslands. Auk þess legg­ur Össur hf., sem Eyr­ir In­vest er stór hlut­hafi í, 6-7% af heild­ar­veltu í rann­sókn­ir og þróun eða um 1,6 millj­arða á ári.

„Öflugt rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf styður við upp­bygg­ingu há­skóla­sam­fé­lags og hluti af því spegl­ast í sam­starfs­verk­efn­um. Raun­ar var Mar­el upp­haf­lega stofnað utan um rann­sókn­ar­verk­efni í verk­fræðideild HÍ,“ seg­ir Árni Odd­ur.

Ný­leg skatta­lækk­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar til fyr­ir­tækja ger­ir um­hverfið hag­stætt til að reka fyr­ir­tæki á Íslandi, að sögn Árna Odds. „Hvat­inn felst í því að koma hagnaðinum fyr­ir hér, en á móti er hætt­an sú að fyr­ir­tæki komi kostnaði annað, þ. ám. við rann­sókn­ir og þróun, eins og Írar hafa rekið sig á. Ég tel að þetta muni skila aukn­um skatt­tekj­um, þar sem það trygg­ir verðmæta­skap­andi há­launa­störf hér á landi.“ Árni Odd­ur seg­ir koma sér vel fyr­ir út­flutn­ings­fyr­ir­tæki að um hæg­ist í at­vinnu­líf­inu. Tekj­ur hækki en kostnaður standi í stað og fjár­mála­stofn­an­ir „ryk­sugi“ ekki upp allt fólkið. „Í fyrra fóru um tveir þriðju af öll­um út­skrifuðum raf­magns­verk­fræðing­um til fjár­mála­stofn­ana og þriðjung­ur til fram­halds­náms er­lend­is, en mennt­un þeirra nýt­ist best hjá há­tæknifyr­ir­tækj­um. Það er ekki viðun­andi – hjól­in sner­ust alltof hratt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK