Gríðarlegt tap hjá UBS

AP

Sviss­neski bank­inn UBS til­kynnti í morg­un, að tap á rekstri bank­ans á fyrsta árs­fjórðungi hefði numið 11,5 millj­örðum sviss­neskra franka, jafn­v­irði nærri 840 millj­arða ís­lenskra króna.

Bank­inn hafði áður varað við að bú­ast mætti við allt að 12 millj­arða franka tapi á tíma­bil­inu en hann af­skrifaði 19 millj­arða dala skulda­bréfa­eign sem teng­ist svo­nefnd­um und­ir­máls­lán­um á banda­rísk­um fast­eigna­markaði.

Bank­inn seg­ir í yf­ir­lýs­ingu í dag, að fækkað verði um 5500 störf á næst­unni, þar af um 2600 í fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi. 

UBS, sem er stærsti banki í Sviss, hef­ur alls tapað jafn­v­irði 2870 millj­arða króna frá því sl. sum­ar, aðallega vegna und­ir­máls­lánakrepp­unn­ar banda­rísku. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK