Hagnaður Landsbanka 17,4 milljarðar

Hagnaður Landsbankans nam 17,4 milljörðum króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins, samanborið við 13,8 milljarða á sama tímabili á síðasta ári og jókst um 27%.

Bankastjórar Landsbankans lýsa ánægju með afkomuna í tilkynningu og er haft eftir Halldóri J. Kristjánssyni, að sterk fjárhagsstaða og lágar endurgreiðslur langtímalána á þessu ári geri Landsbankanum fært að standa af sér óhagstæðar aðstæður á fjármálamörkuðum nú. Á meðan muni bankinn aðlaga vöxt efnahagsreiknings að aðstæðum og leggja áherslu á samþjöppun og samþættingu í rekstri til að auka hagræði og nýta möguleg samlegðaráhrif.

Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 44%. Eiginfjárhlutfall var 11% í lok mars. Grunntekjur samstæðunnar (vaxtamunur og þjónustutekjur) námu 26,2 milljörðum króna og hafa aukist um 27% miðað við fyrsta ársfjórðung 2007. Grunntekjur af erlendri starfsemi námu 15,1milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi 2008 eða 58% af grunntekjum samstæðunnar.

Gengismunur og fjárfestingatekjur námu 14,7 milljörðum króna (EUR 144m) samanborið við 8,8 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2007. Heildareignir bankans námu 3836 milljörðum króna í lok mars 2008 í samanburði við 3058 milljarða króna í upphafi ársins. Heildareignir í EUR hafa lækkað samkvæmt þessu um 4% á ársfjórðungnum.

Lausafjárstaða bankans var um 8,2 milljarðar evra í lok mars 2008.

Tilkynning Landsbankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK