Spáir verulegri hækkun á olíuverði

00:00
00:00

Sér­fræðing­ur hjá Goldm­an Sachs seg­ir ekki úti­lokað að verð á hrá­ol­íu fari í 150-200 dali tunn­an á næstu sex til 24 mánuðum. Það sé hins veg­ar ómögu­legt að spá fyr­ir um olíu­verð fram í tím­ann með nokk­urri vissu í dag. Þetta kem­ur fram í minn­ismiða sem Ar­jun N. Murti, sér­fræðing­ur hjá Goldm­an Sachs sendi á viðskipta­vini.

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í júní fór í 122 dali tunn­an í ra­f­ræn­um viðskipt­um í New York í dag. Hef­ur það aldrei verið jafn hátt.

Í apríl 2005 spáði Murti því að olíu­verð ætti eft­ir að fara í allt að 105 dali tunn­an og var hlegið að hon­um á þeim tíma. Á þeim tíma var haft eft­ir sér­fræðingi hjá Citi, Tim Evans, að spá Murti væri brand­ari. Í dag seg­ir Evans í minn­is­blaði til viðskipta­vina að það sé al­veg jafn lík­legt að verð á hrá­ol­íu eigi eft­ir að lækka um 40-50 dali á næstu 6 til 24 mánuðum eins og það eigi eft­ir að hækka líkt og Murti spá­ir.

Murti spá­ir því að verð á hrá­ol­íu verði að meðaltali 110 dal­ir tunn­an árið 2009 og 120 dal­ir á ár­un­um 2010 til 2011. En í spánni hef­ur hann þann fyr­ir­vara að ekki sé úti­lokað að verð á hrá­ol­íu fari í 125 dali tunn­an í ár og 200 dali á næsta ári. Síðan muni verðið lækka í 150 dali tunn­an árið 2010.

Verð á hráolíu hefur hækkað mikið í gær og í …
Verð á hrá­ol­íu hef­ur hækkað mikið í gær og í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK