Vöruskiptin í apríl óhagstæð um 7,2 milljarða

mbl.is

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var útflutningur í apríl 33,5 milljarðar en innflutningur 40,8 milljarðar. Vöruskiptajöfnuður var því óhagstæður um 7,2 milljarða, samkvæmt bráðabirgðatölum, en í fyrra var vöruskiptajöfnuður í apríl óhagstæður um 11,1 milljarð.

Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 2,8 milljarða í mars en í mars í fyrra var hann óhagstæður um 4 milljarða á sama gengi. Fluttar voru út vörur fyrir 34,3 milljarða og inn voru fluttar vörur fyrir 37,1 milljarð. Vöruskiptajöfnuður fyrstu þrjá mánuði ársins var óhagstæður um 24,7 milljarða. Fyrstu þrjá mánuði ársins minnkaði útflutningur um 11,4% en innflutningur jókst um 2,4% á föstu gengi, að því er fram kemur í Hagvísum Hagstofu Íslands.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka